MÍGRENI
Mígreni + kæling = náttúruleg og snöggvirk nálgun á verkjastillingu
Hvað er mígreni?
Mígreni er taugasjúkdómur sem einkennist af endurteknum, miðlungsmiklum til mjög slæmum höfuðverkjaköstum. Einkennin geta staðið frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga og eru einkenni oft ógleði, uppköst og viðkvæmni fyrir ljósi og hljóði. Algengt er að verkurinn sé einhliða (aðallega öðru megin í höfði) og versni við hreyfingu.
Mígreni er talið tengjast breytingum í taugakerfi og blóðflæði til heilans. Í köstunum verða æðar í heila og umlykjandi vefjum ýmist víkkaðar eða þrengdar, auk þess sem bólguviðbrögð geta komið fram í tauga- og æðakerfi höfuðsins.
Af hverju getur kæling hjálpað?
Kæling á höfuð og háls getur haft margþætt jákvæð áhrif þegar mígreni er í gangi:
-
Minnkar blóðflæði og þrýsting í æðum
-
Kæling veldur æðasamdrætti (vasoconstriction), sem getur dregið úr bólgu og þrýstingi á höfuð- og hálssvæðinu, og þannig minnkað verkjaupplifunina.
-
-
Deyfir sársaukaboð
-
Kuldi dregur úr leiðni sársaukaboða í taugum og getur því minnkað tilfinningu fyrir verknum.
-
-
Slakandi áhrif á háls- og höfuðvöðva
-
Mígreni fylgir oft vöðvaspenna í hálsi og hnakka. Kæling getur hjálpað til við að róa þessa spennu og létta á álagi á taugakerfið.
-
-
Róandi áhrif á miðtaugakerfið
-
Kuldi hefur almennt róandi áhrif á taugakerfið, sem getur hjálpað til við að draga úr óþægindum, sérstaklega þegar ljós- og hljóðnæmi er mikil.
-
Hvernig á að beita kælingu við mígreni?
-
Kælið mígrenishettuna í frysti í 2 klukkutstundir fyrir notkun.
-
Setjið mígrenishettuna á höfuðið. Hálsinn okkar virkar einnig vel með.
- Kælið í 10–20 mínútur í senn, hvílið síðan og endurtakið eftir þörfum.
Kostir kælingar við mígreni
-
Lyfjalaus nálgun
-
Hentar bæði við byrjun kösts og meðan á því stendur
-
Getur stytt eða mildað köstin
-
Hægt að nota með öðrum meðferðum (lyfjum eða slökunaraðferðum)