HITA-KÆLA

 

Náttúruleg og árangursrík leið til verkjastillingar

Hita- og kælimeðferðir hafa lengi verið notaðar til að draga úr verkjum, bólgum og óþægindum af ýmsum toga. Með því að prófa mismunandi aðferðir — hita, kulda eða víxlmeðferð (hita og kulda til skiptis) — getur hver og einn fundið lausn sem hentar sínum einkennum best. Margir kjósa þessa nálgun sem valkost við verkjalyf, þar sem hún getur verið bæði fljótvirk og árangursrík.

Meðferðirnar geta gagnast við:

  • Akút og langvarandi meiðslum

  • Bólgum

  • Gigtarsjúkdómum

  • Vöðvabólgu og stoðkerfisverkjum

  • Taugaverkjum

  • Bjúg

  • Fyrirbyggingu og endurheimt eftir æfingar

  • Mígreni

Við mælum eindregið með að prófa sig áfram til að finna þá meðferð eða samsetningu sem gefur besta árangur fyrir hvern og einn.


Kæling

Kæling er fyrsta viðbragð við meiðslum og áverkum, þar sem hún dregur úr blæðingum og bólgumyndun fyrstu 48–72 klukkustundirnar. Hún hentar einnig vel eftir áreynslu, til dæmis eftir æfingar, þar sem hún getur minnkað líkur á harðsperrum og flýtt endurheimt vöðva.

Kæling:

  • Minnkar blóðflæði og dregur úr bólgum

  • Deyfir sársauka í vöðvum og liðum

  • Getur haft jákvæð áhrif á taugakerfi og stoðkerfi

  • Hjálpar til við að halda bólgum og bjúg í skefjum

Mikilvægt:

  • Ekki kæla fyrir æfingu eða áreynslu — það eykur meiðslahættu.

  • Kæling á að vera notuð eftir slys, áverka eða æfingu.

Leiðbeiningar:

  1. Kælið EYON í að minnsta kosti 2 klukkustundir í frysti.

  2. Setjið beint á húð eða yfir þunna flík ef hitastigið er óþægilegt.

  3. Kælið í allt að 20 mínútur í senn og endurtakið eftir þörfum.


Hiti

Eftir að bráð bólgumyndun hefur gengið niður (48–72 klst. frá meiðslum) er gott að hefja hitameðferð til að mýkja vöðva, örva blóðflæði og styðja við viðgerð vefja. Hiti hentar einnig vel við krónísk einkenni, svo sem vöðvabólgu í hálsi og öxlum eða gigtarsjúkdóma.

Hiti:

  • Mýkir vöðva og eykur liðleika

  • Örvar blóðflæði og flýtir fyrir gróanda

  • Hentar vel fyrir æfingar til að draga úr meiðslahættu

  • Veitir slökun og vellíðan

Leiðbeiningar:

  1. Hitið EYON í örbylgjuofni í 30 sekúndur, bætið stuttum tímum við ef þarf.

  2. Athugið hitastig inni í vörunni, ekki að utan, og gætið að hún sé ekki of heit.

  3. Notið í 20 mínútur í senn.


Víxlmeðferð – hiti og kuldi til skiptis

Við sum krónísk einkenni getur verið árangursríkara að víxla hita og kulda, tvisvar til fjórum sinnum í röð. Þetta sameinar kosti beggja aðferða — minnkar bólgur og eykur blóðflæði — og getur skilað betri verkjastillingu og hraðari endurheimt.


Endilega sendu okkur skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar !