FRÓÐLEIKUR

 

Kælimeðferðir og hitameðferðir eru árangursríkar við alls kyns verkjum og kvillum. Það er gott fyrir fólk að prófa sig áfram með sína verki bæði með hitameðferð, kuldameðferð eða með hita/kulda víxl meðferð. Margir nota þessar aðferðir í stað verkjalyfja þar sem hún getur verið mjög fljótvirk og árangursrík, en fólk þarf að prófa sig áfram með hvað hentar sínum verkjum. Þessar meðferðir eru góðar við akút meiðslum, langvarandi meiðslum, bólgum, alls kyns gigtarsjúkdómum, fyrir og eftir æfingar, bjúg í líkamanum, vöðvabólgu, óþægindum, taugaverkjum ásamt mörgum öðrum einkennum. Við mælum eindregið með því að prófa sig áfram hvað hentar hverjum og einum. 


Kæling
Fyrstu viðbrögð við meiðslum og áverkum er kæling. Kæling dregur úr blæðingu og bólgumyndun í líkamanum fyrstu dagana eftir meiðsli. Það að kæla vöðva eftir erfiði t.d æfingar eða þessháttar, hefur færst mikið í aukanna - það minnkar líkur á harðsperrum, bólgum og vöðvarnir eru fljótari að jafna sig. Við mikla áreynslu og álag á vöðva geta myndast örblæðingar, sem veldur bólgum. Kæling minnkar blóðflæði og dregur þannig úr þessum bólgum og því er vöðvinn fljótari að jafna sig. Kæling deyfir sársauka, í vöðvum og liðamótum. Einnig hefur hún haft góð áhrif á taugakerfið og stoðkerfisvandamál. Það á aldrei að kæla FYRIR æfingu eða áreynslu. Kæling á að eiga sér stað t.d eftir slys, eftir áverka eða EFTIR æfingu til að stoppa bólgumyndun. Ef kælt er fyrir áreynslu eða mikla hreyfingu eru meiri líkur á meiðslum. Fyrir æfingu/áreynslu viljum við hita upp vöðvanna til að örva blóðflæðið. Eftir æfingu/áreynslu viljum við kæla eða kæla/hita til skiptis. Gott er að kæla flest allar bólgur og verki, en þó virkar hiti best á vöðvabólgu í herðum. Kæling hjálpar einnig við að halda óþægindum af völdum bjúg niðri.


Hvenær á að kæla: Eftir slys, eftir áverka eða á svæði sem koma af stað verkjum í gömlum meiðslum eða á krónískt bólgu/verkjasvæði.
Hvernig: Kælið EYON í 2 klst frysti fyrir hámarkskælingu. Setjið EYON á viðeigandi svæði. Passið að ofkæla ekki, stundum er þörf á að leyfa EYON aðeins að jafna sig á borði í nokkrar mínútur áður en því er skellt á svæðið - eða nota það yfir þunna flík. Það á aldrei að vera vont að kæla, svo ef það er vont, þá er EYON örugglega aðeins of kalt og þörf er á að bíða í smá stund og prófa aftur á svæðið. Annars má EYON fara beint á húðina, þið finnið sjálf hvort það sé of kalt, bíðið þá aðeins með að setja það beint á.
Hve lengi: Mælt er með að kæla í hámark 20 mínútur í senn. Það má endurtaka eftir þörfum en þó aldrei lengur en 20 mínútur í senn. 






Hiti
Eftir meiðsli viljum við byrja á því að kæla fyrstu 48-72 tímana eða þar til bólgumyndun hefur stoppað, eftir það viljum við fara beint í að hita svæðið til að mýkja vöðvana aftur, koma af stað fersku blóðflæði svo viðgerð geti átt sér stað. Hita viljum einnig við nota á krónískar langvarandi bólgur, eins og vöðvabólgu í öxlum og hálsi til dæmis. Mörgum finnst hiti hjálpa við alls kyns gigtarsjúkdómum.
Hiti er einnig góður að nota fyrir átök/æfingar á t.d gömul meiðslasvæði o.þ.h, þar viljum við hita fyrir æfingu til að mýkja vöðvann og örva blóðflæði til að koma í veg fyrir meiðsli, en kæla eftir æfingu til þess að halda bólgumyndun niðri ef svæðið á það til að bólgna upp eða mynda verki. 

 

Hvenær á að hita: Fyrir líkamlega áreynslu, á vöðva og vöðvabólgu í herðum eða hálsi.
Hvernig: Setjið EYON í örbylgjuofnin í 30 sekúndur. Hitið í fáeinar sekúndur í senn ef þörf er á meiri hita. Hver og einn örbygluofn er mismunandi og því þarf hver og einn að finna út hvaða tíma EYON þarf í sínum örbylgjuofni. Athugið að varan er heitari inní heldur en utaná, því þarf að stinga hendinni inn í vöruna til þess að meta hitann. Það á aldrei að vera vont að hita, gætið þess að varan sé ekki of heit. 
Hve lengi: Hitið í 20 mínútur í senn.

Krónísk vandamál er einnig gott að hita og kæla á víxl. Það getur verið áhrifaríkara en að nota hita einungis. Þá er víxlað á milli hita/kulda tvisvar til fjórum sinnum. 



Endilega sendu okkur skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar !