EYON
Hugmyndin sem varð að veruleika
Eftir að hafa þróað hugmyndina hjá okkur í langan tíma varð hún loksins að raunveruleika þegar EYON ehf var stofnað árið 2023.
Við hjá EYON eigum það sameiginlegt að hafa sjálf þurft að takast á við daglega verki — hvort sem þeir stafa af slysum, veikindum eða álagi vegna rangrar líkamsstöðu. Við vitum af eigin reynslu hversu mikil áhrif slíkur sársauki og tengdir kvillar geta haft á lífsgæði, bæði líkamlega og andlega. Það að þurfa að takmarka eða stöðva daglega virkni vegna verkja og þreytu, jafnvel nokkrum sinnum á dag, getur verið bæði hamlandi og þreytandi.
Okkar ástríða – þín vellíðan
Markmið okkar er að gera þér kleift að halda áfram daglegum verkefnum sínum án óþarfa sársauka. Vörur okkar henta sérstaklega vel þeim sem glíma við:
-
Akút meiðsli
-
Liðagigt og slitgigt
-
Vefjagigt
-
Mígreni
-
Bólgusjúkdóma
-
Króníska vöðvabólgu í hálsi og herðum
-
Taugasjúkdóma
-
Íþróttameiðsli og álag
… og öðrum hópum sem þurfa að takast á við verki.
Náttúruleg leið til betri lífsgæða
Markmið okkar er að þú náir árangri með náttúrulegri verkjastillingu, hvort sem þú kýst að nýta okkar vörur fyrir hita, kulda eða bæði á víxl. Með vörunum okkar getur þú dregið úr verkjum á öruggan, árangursríkan og náttúrulegan hátt, án þess að skerða hreyfigetu sína eða daglega virkni.