EYON

Eftir að hafa gengið með hugmyndina í kollinum í nokkuð langan tíma að þá varð hún loksins að veruleika og EYON ehf var stofnað árið 2023. 

Við hjá EYON höfum það sameiginlegt að hafa þurft að kljást við daglega verki - verki vegna veikinda, slysa og jafnvel vegna rangrar líkamsstöðu í vinnu. Við vitum hversu heftandi áhrif svona verkir og aðrir kvillar tengdir því geta haft á daglegt líf okkar. Það getur haft ýmis áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu að þurfa að stöðva þá daglegu virkni sem við erum vön að hafa allt að nokkrum sinnum á dag vegna verkja og/eða þreytu í líkamanum.

Við viljum gera fólki kleift að sinna sínum daglegu verkefnum án þessara miklu verkja, en okkar markhópur er fólk með akút meiðsli, liðagigt, vefjagigt, mígreni, bólgusjúkdóma, slitgigt, króníska vöðvabólgu í herðum og hálsi, taugasjúkdóma, íþróttafólk og fleiri hópar þar sem verið er að eiga við verki. 

Markmið okkar er að fólk nái árangri með náttúrulegri verkjastillingu, hvort sem fólk kýs að nýta okkar vörur fyrir hita, kulda eða jafnvel bæði á víxl. EYON getur hjálpað öllum fyrrnefndum hópum að sinna daglegum þörfum þægilega, án heftrar hreyfigetu og er virkilega árangursrík á náttúrulegan hátt.

Endilega sendu okkur skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar !