TAUGAVERKIR
Taugaverkir – hvernig hita- & kuldameðferðir geta létt á einkennum
Taugaverkir eru ólíkir öðrum verkjum að því leyti að þeir stafa af skemmdum, ertingu eða sjúkdómi í sjálfu taugakerfinu. Þeir geta komið fram eftir áverka, vegna sjúkdóma, eftir aðgerðir eða vegna álags og bólgu í taugum.
Einkenni taugaverkja eru oft lýst sem:
-
Brennandi eða stingandi tilfinning
-
Raflostslíkur verkir
-
Doði eða náladofi
-
Yfirviðkvæmni fyrir snertingu eða hitabreytingum
Þessir verkir geta verið bæði langvinnir og hamlandi í daglegu lífi, en með réttri nálgun er hægt að draga úr einkennum og bæta lífsgæði.
Hitameðferð við taugaverkjum
Hitameðferð getur haft slakandi áhrif á taugakerfið og bætt blóðflæði til viðkomandi svæðis. Hún hjálpar til við að mýkja vöðva sem oft spennast upp við taugaverki, og getur þannig minnkað þrýsting á taugar.
Ávinningur hita:
-
Slakar á vöðvaspennu sem þrýstir á taugar
-
Eykur blóðflæði og stuðlar að gróanda
-
Róar taugakerfið og minnkar verkjaskynjun
-
Veitir vellíðan og slökun
Best fyrir: Langvarandi eða króníska taugaverki, sérstaklega þar sem vöðvaspenna fylgir verknum.
Kuldameðferð við taugaverkjum
Kuldameðferð getur hjálpað með því að hægja á taugaboðum sem flytja sársauka, draga úr bólgum og róa ert taugaenda.
Ávinningur kulda:
-
Minnkar bólgu í vefjum sem þrýsta á taugar
-
Deyfir sársaukaboð og minnkar óþægindi
-
Hentar vel við skyndilegum verkjaköstum
-
Getur minnkað vöðvakippi og krampa
Best fyrir: Bráða verki, bólgum tengdum taugaverkjum eða eftir áreynslu sem veldur versnandi einkennum.
Víxlmeðferð – hiti og kuldi saman
Fyrir suma með taugaverki getur víxlmeðferð verið árangursríkust. Kuldi dregur úr bólgu og róar ert taugaenda, hiti mýkir vöðva og bætir blóðflæði.
Víxla má 2–3 sinnum, byrja á kulda og enda á hita eða eftir þörfum.
Hvernig á að nota hita og kulda við taugaverki
Hitameðferð:
-
Hitið EYON í örbylgjuofni í 20–30 sek.
-
Notið í 15–20 mínútur í senn
-
Endurtakið nokkrum sinnum yfir daginn eftir þörfum
Kuldameðferð:
-
Kælið EYON í frysti í að minnsta kosti 2 klst.
-
Notið í 10–20 mínútur í senn