ÖXLIN
ÖXLIN
Þessi frábæra vara gerir þér kleift að kæla eða hita öxlina án þess að þurfa taka þér pásu frá daglegu amstri. Kæling/hiti nær yfir alla öxlina, aðeins inn á herðablaðið og fram á viðbeinið. Öxlin er stillanleg, svo hún á að passa flestum stærðarflokkum, þú getur einnig valið hversu mikinn eða lítinn stuðning þú vilt við öxlina hversu sinni með því að stilla ólina. Fyrir stærri stærðir en XL þá erum við með framlengingu á ólina sem fylgir með öllum pöntunum.
Dæmi um verki og óþægindi:
- Bólgur
- Tognun
- Liðverkir
- Taugaverkir
- Vöðvabólga
- Ný meiðsli
- Gömul meiðsli
- Thorasic outlet syndrome
- Liðagigt
- Slitgigt
- Vefjagit
-
Of margt fleira
Ef þú vilt hita: Setjið vöruna í örbylgju í 20-30 sekúndur, bætið 5sekúndum við tímann hverju sinni þar til þú ert komin með það hitastig sem þú vilt. Athugið að varan hitnar innanfrá og því er mikilvægt að mæla hitastigið þar en ekki utanfrá þegar verið er að meta hvort varan sé orðin heit. Tekið skal fram að örbygljuofnar eru mismunandi og því er mikilvægt að þú takir mið að þínum örbylgjuofni og á hvaða stillingu hann er.
Ef þú vilt kæla: Geymið í frysti í 2 klukkustundir fyrir notkun fyrir hámarkskælingu. Vöruna má einnig geyma í frysti til lengri tíma.
Við mælum með því að geyma vöruna í pokanum sem hún kemur í á milli notkunna, en það eru sér hannaðir frystipokar sem einangra vöruna frá lykt úr frystinum.
EYON er gert úr mjúku og teygjanlegu efni, inní því er gel sem hægt er að hita eða kæla.