EYON
HLÍFIN - 6 stærðir
HLÍFIN - 6 stærðir
Fjölnota hita- og kælihlíf fyrir hendur og fætur
Hlífin er einstaklega fjölhæf vara sem hægt er að nota á margvíslegan hátt. Hún hentar jafnt til kælingar sem og hitameðferðar og er fullkomin til að stytta endurheimtartíma, draga úr verkjum og minnka bólgur.
Þú getur notað hlífina á það svæði sem þarf meðhöndlun – til dæmis á upphandlegg, framhandlegg, olnboga, læri, hné eða kálfa. Hún er hönnuð úr mjúku, teygjanlegu efni sem aðlagast líkamanum og veitir þægilegan þrýsting.
Hlífin kemur í 6 stærðum, frá 3XS til Large, sem gerir hana hentuga fyrir alla – frá 2–3 ára aldri og upp í XL í fullorðinsstærðum. Með því að velja rétta stærð geturðu ákveðið hversu mikinn eða lítinn þrýsting þú vilt hafa í meðferðinni.
Má nota bæði heita og kalda:
-
Fyrir kælingu: Settu hlífina í frysti.
-
Fyrir hita: Hitaðu í örbylgjuofni.
Hvort sem þú ert að jafna þig eftir æfingu, meiðsli eða glíma við langvarandi verki, þá er þessi hlíf þægileg, auðveld í notkun og áhrifarík lausn fyrir betri líðan og hraðari bata.
Við mælum með því að geyma vöruna í pokanum sem hún kemur í á milli notkunna, en það eru sér hannaðir frystipokar sem einangra vöruna frá lykt úr frystinum.
Stærðir:
Lægri talan sýnir hlífina með engum þrýsting, semsagt rétt liggur á húðinni, og hærri talan sýnir hlífina í mestu teygjunni. Við mælum með að mæla cm ummál á því svæði sem hlífin er keypt á, taka frekar minni stærð en stærri.
Dæmi: Ef þú mælist 27cm á breiðasta svæði þess líkamsparts sem þú ert að kaupa hlífina fyrir (small 27-34cm), þá mælum við með því að þú takir stærð XS (25-32cm) til þess að hafa smá þrýsting og hlífin haldist á sínum stað, en ef þú vilt alvöru þrýsting á þennan líkamspart geturu einnig tekið stærð XXS.
3XS: 20-27cm
XXS: 22-29cm
XS: 25-32cm
Small: 27-34cm
Medium: 31-38cm
Large: 35-42cm
Couldn't load pickup availability
Share
