HLÍFIN - barnastærðir
HLÍFIN - barnastærðir
Hlífin er frábær vara sem hægt er að nota á ýmsan hátt. Hlífina geturu notað þar sem þörf er á, til dæmis á upphandlegg, framhandlegg, olnboga, læri, hné eða kálfa. Hlífin kemur í 6 stærðum frá 3XS-Large og hentar því allt frá 2-3 ára aldri og uppí ca XL í fullorðinsstærðum. Hægt er að velja mismunandi stærðir eftir því hversu mikinn eða lítinn þrýsting þú vilt með meðferðinni.
Á myndunum er 9 ára drengur með XS á hné og 2XS á ökkla, svo er 4 ára stúlka með 3XS á hné.
Dæmi um verki og óþægindi:
- Bólgur
- Tognun
- Liðverkir
- Taugaverkir
- Ný meiðsli
- Gömul meiðsli
- Slitgigt
- Liðagigt
- Vefjagit
- Of margt fleira
Ef þú vilt kæla: Geymið í frysti í 2 klukkutundir fyrir notkun fyrir hámarkskælingu. Vöruna má einnig geyma í frysti til lengri tíma.
Ef þú vilt hita: Setjið vöruna í örbylgju í 20-30 sekúndur, bætið 5sekúndum við tímann hverju sinni þar til þú ert komin með það hitastig sem þú vilt. Athugið að varan hitnar innanfrá og því er mikilvægt að mæla hitastigið þar en ekki utanfrá þegar verið er að meta hvort varan sé orðin heit. Tekið skal fram að örbygljuofnar eru mismunandi og því er mikilvægt að þú takir mið að þínum örbylgjuofni og á hvaða stillingu hann er.
Við mælum með því að geyma vöruna í pokanum sem hún kemur í á milli notkunna, en það eru sér hannaðir frystipokar sem einangra vöruna frá lykt úr frystinum.
Stærðir:
Lægri talan sýnir hlífina með engum þrýsting, semsagt rétt liggur á húðinni, og hærri talan sýnir hlífina í mestu teygjunni. Við mælum með að mæla cm ummál á því svæði sem hlífin er keypt á, taka frekar minni stærð en stærri.
Dæmi: Ef þú mælist 27cm á breiðasta svæði þess líkamsparts sem þú ert að kaupa hlífina fyrir (small 27-34cm), þá mælum við með því að þú takir stærð XS til þess að hafa smá þrýsting og hlífin haldist á sínum stað, en ef þú vilt alvöru þrýsting á þennan líkamspart geturu einnig tekið stærð XXS.
3XS: 20-27cm
XXS: 22-29cm
XS: 25-32cm
Small: 27-34cm
Medium: 31-38cm
Large: 35-42cm